Azra lauk BS prófi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2021 og MS prófi í hagnýtri atferlisgreiningu (e. applied behavior analysis) árið 2023. Í meistaranáminu var Azra í starfsnámi við Arnarskóla sem er sérskóli fyrir fötluð börn með fjölþættar þarfir. Azra lagði sérstaka áherslu á einhverfu og þroskaraskanir í námi sínu.
Hjá Sálfræðistofu Suðurnesja tekur Azra að sér að leggja mat á hegðun barna og ungmenna, finna viðeigandi lausn á vanda, veita almenna ráðgjöf við aðstandendur og helstu menntastofnanir. Azra tekur einnig að sér heimavitjanir eftir þörfum.
