Elísabet lauk BS prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2016 og MS prófi í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands 2019.

Hún hefur lokið námskeiði í Hjálp til sjálfshjálpar í hugrænni atferlismeðferð (HAM) veturinn 2018 ásamt að sitja ýmis námskeið tengt endurhæfingu.

Elísabet er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og Félagi um hugræna atferlismeðferð.

Elísabet starfaði á Reykjalundi 2018 í starfsnámi og veitti hún þar sálfræðilegar meðferðir fyrir sjúklinga í endurhæfingu á gigtar- og verkjasviði ásamt á starfsendurhæfingarsviði. Hún fékk einnig þjálfun í hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða ásamt að sinna greiningum og sálfræðilegu mati.

Á Reykjalundi stýrði Elísabet hópmeðferð sem byggist á hugrænni atferlismeðferð við langvarandi verkjum og lágu sjálfsmati ásamt að halda fræðslur í geðheilsuskóla Reykjalundar um svefn, streitu, þunglyndi og kvíða.

Ásamt því veitti Elísabet einnig sálfræðilegar meðferðir fyrir háskólanema Háskóla Íslands veturinn 2018 til 2019.

Árið 2019 hóf Elísabet störf hjá Sálfræðistofu Suðurnesja og sinnir hún þar almennum greiningum og sálfræðimeðferðum við þunglyndi og kvíða eins og til að mynda almennri kvíðaröskun, félagsfælni og ofsakvíða ásamt að vinna með lágt sjálfsmat og langvarandi verki.

Panta tíma hjá Elísabetu