Elísabet lýkur störfum hjá Sálfræðistofu Suðurnesja frá og með 1. apríl 2023.

Elísabet lauk BS prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2016 og MS prófi í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands 2019. Hún er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og Félagi um hugræna atferlismeðferð og EMDR félaginu.

Elísabet starfaði hjá Reykjalundi og Háskóla Íslands í starfsnámi á árunum 2018-2019, þar sem hún sinnti m.a. meðferð, fræðslu og námskeiðshaldi. Hún hefur starfað á stofu frá árinu 2019.

Elísabet sinnir meðferð og almennum greiningum fyrir fullorðna á Sálfræðistofu Suðurnesja ásamt fræðslu og námskeiðshaldi. Hún vinnur meðal annars með áföll, kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat, langvarandi verki, streitu og kulnun. Helstu aðferðir eru hugræn atferlismeðferð og EMDR áfallameðferð.

Hafa samband við Elísabetu