Lynda lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2008 og Cand.psych. prófi frá Árósar Háskóla 2015. Lokaritgerðin fjallaði um áfallastreitu eftir fæðingu.
Lynda hefur meðal annars unnið í forvarnar- og meðferðarteymi barna hjá HSS og var á sama tíma í hlutastarfi hjá Sálfræðistofu Suðurnesja 2017-2018.
2018-2020 vann hún á Kvennadeildinni og í Áfallateymi LSH.
2020-2021 sjálfstætt starfandi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni.
Hóf störf á Sálfræðistofu Suðurnesja í júní 2021.
Lynda sinnir fullorðnum á Sálfræðistofu Suðurnesja. Lynda vinnur meðal annars með áföll, sorg, kvíða, félagsfælni og lágt sjálfsmat. Helstu aðferðir eru hugræn atferlismeðferð, hugræn úrvinnslumeðferð og EMDR áfallameðferð.
