Í gruninn vísar sjálfsmat til þeirrar skoðunar sem við höfum á okkur sjálfum. Þegar fólk er með lágt sjálfsmat þá hefur það yfirleitt frekar rótgrónar neikvæðar skoðanir um sjálft sig sem og hæfni sína til að takast á við ýmis verkefni eða hluti sem það stendur frammi fyrir dagdaglega. Þetta getur átt við um vinnu, nám, samskipti við aðra, eigin umhirðu og hvað við gerum fyrir okkur sjálf í frístundum okkar.

Algengt er að fólk eigi erfitt með að taka gagnrýni og hafi þörf til að gleðja aðra eða standa undir væntingum annarra á eigin kostnað.

Hugsun um að láta þarfir annarra ganga fram fyrir eigin þarfir sökum þess að maður er hræddur við afleiðingar, eða réttara sagt getu manns til að takast á við afleiðingarnar ef viðkomandi verður ósáttur verður ríkjandi. Hugsanaháttur eins og „ég er …fífl, kjáni, lélegur, aumingi o.s.frv“ sem er gegnum gangandi getur verið vísbending um lágt sjálfsmat.

Ýmis reynsla getur stuðlað að lágu sjálfsmati s.s. standast ekki kröfur foreldra eða jafningja, búa við streitu, verða fyrir forómum, upplifa skort á hrósi, kærleika, hlýju eða áhuga frá öðrum, falla ekki inn í vinahóp eða vandamál á fullorðinsárum s.s. einelti á vinnustaða eða erfiðar aðstæður í sambúð.

Nauðsynlegt er að takast á við lágt sjálfsmat þar sem það getur haft veruleg hamalandi áhrif á líf okkar á svo marga vegu s.s. kvíða og þunglyndi.

Þeir sem eru með lágt sjálfsálit eiga það til að:

  • Treysta ekki eigin skoðun eða innsæi
  • Ofhugsa hluti
  • Vera hræddir að takast á við áskoranir, hræðsla við að ráða ekki við þær
  • Vera dómharðir í eigin garð
  • Drekkja sér í vinnu þar sem markmið eru skýr, skýrari heldur en í persónulegum samböndum eða í einkalífi. 
  • Finna þörf til að skara fram úr. Hræðsla við að standa sig ekki ýtir fólk til að vinna mikið og jafnvel keyra sig út til þess að forðast það að standa sig ekki.

Meðferð

Meðferð byggist á því að finna leiðir til að aðgreina skoðanir frá staðreyndum og finna nýjar leiðir til að takast á við ákveðna þætti í lífi viðkomandi og þannig rjúfa vítahring lágs sjálfsmats með því að búa til nýjar og gagnlegri leiðir/viðbrögð.