Sigurður er annar eiganda Sálfræðistofu Suðurnesja ásamt Huldu Sævarsdóttur og hefur verið starfandi þar frá opnun árið 2015.

Sigurður lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og kandídatsprófi frá sama skóla árið 2008. Hann er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands sem og Félagi sjálfsstætt starfandi sálfræðinga.

Sigurður hefur starfað sem sálfræðingur við Þjónustumiðstöð Miðgarða 2008, sálfræðingur við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar 2008-2015 þar af sem yfirsálfræðingur 2011-2015. Var í stjórn Félags skólasálfræðinga á Íslandi 2008-2014, þar af 3 ár sem formaður. Hefur einnig komið að námskeiði hjá Íslenskri ættleiðingu sem og hinum ýmsum námskeiðum fyrir foreldra, börn og unglinga sem og fullorðna.

Sigurður sinnir jafnt börnum, unglingum sem og fullorðnum í starfi sínum hjá Sálfræðistofu Suðurnesja auk þess að vera með námskeiðshald. Áherslur í starfi eru í almennum greiningum á fullorðnu sem og börnum unglingum auk meðferðar við þunglyndi, kvíða, lágu sjálfsmati og verkjum.

Panta tíma hjá Sigurði