Boðið er upp á sálfræðimeðferð fyrir fullorðna ásamt ADHD greiningum. Viðtalsmeðferð getur hjálpað fólki að takast á við áskoranir í lífinu, dregið úr vanlíðan og bætt sjálfsmat.

Í upphafi meðferðar er líðan metin og meðferðarnálgun ákveðin. Ýmsar tegundir meðferða eru í boði, m.a. hugræn atferlismeðferð, núvitund, EMDR og samkenndarnálgun, allt eftir því hvað hentar fólki og þeim vanda
sem vinna á með. Meðferð er ávallt samstarf sálfræðings og skjólstæðings.