Hulda er annar eiganda Sálfræðistofu Suðurnesja ásamt Sigurði Þ. Þorsteinssyni og hefur verið starfandi þar frá opnun árið 2015.

Hulda lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og kandídatsprófi frá sama skóla árið 2009 með áherslu á klíníska sálfræði fullorðinna og vinnusálfræði. Hún er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfsstætt starfandi sálfræðinga og EMDR félaginu.

Hulda starfaði hjá Reykjanesbæ í Björginni-Geðræktarmiðstöð Suðurnesja á árunum 2010-2015, þar sem hún sinnti m.a. meðferð, námskeiðshaldi, hópastarfi og hafði umsjón með endurhæfingu. Hún hefur auk þess starfað á stofu frá 2011.

Hulda sinnir fullorðnum á Sálfræðistofu Suðurnesja, auk þess að halda námskeið og erindi. Hulda vinnur m.a. með þunglyndi, kvíða, félagsfælni, áföll, kulnun, streitu og lágt sjálfsmat. Helstu aðferðir eru hugræn atferlismeðferð, núvitund og EMDR áfallameðferð.

Panta tíma hjá Huldu