Elín hóf störf hjá Sálfræðistofu Suðurnesja haustið 2020.

Hún lauk BSc prófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015 og MSc prófi í klínískri sálfræði frá sama skóla árið 2019.

Elín starfaði sem sálfræðingur hjá Velferðarsviði Reykjanesbæjar árunum 2019-2020 og sinnti þar sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni ásamt ráðgjöf til foreldra. Að auki sinnti Elín námskeiðshaldi í samstarfi við Fræðslusvið Reykjanesbæjar.

Elín sinnir börnum og ungmennum hjá Sálfræðistofu Suðurnesja, auk þess að halda námskeið og erindi. Elín vinnur m.a. með þunglyndi, kvíðaraskanir og lágt sjálfsmat. Helsta meðferðarform er hugræn atferlismeðferð.

Elín Guðmundsdóttir

Panta tíma hjá Elínu