Elín hóf störf hjá Sálfræðistofu Suðurnesja haustið 2020.

Hún lauk BSc prófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015 og MSc prófi í klínískri sálfræði frá sama skóla árið 2019.

Elín starfaði sem sálfræðingur hjá Velferðarsviði Reykjanesbæjar árunum 2019-2020 og sinnti þar sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni ásamt ráðgjöf til foreldra. Að auki sinnti Elín námskeiðshaldi í samstarfi við Fræðslusvið Reykjanesbæjar.

Hjá Sálfræðistofu Suðurnesja sinnir Elín samtalsmeðferð fyrir börn og ungmenni ásamt frumgreiningu fyrir börn að 18 ára aldri.

Elín Guðmundsdóttir

Panta tíma hjá Elínu