Jenný Þórkatla lauk BA prófi í þroskaþjálfafræðum frá Háskóla Íslands árið 2005 og framhaldsnámi í Fjölskyldumeðferð árið 2020 við Endurmenntun HÍ. Jenný hefur tekið markþjálfunarnám á vegum Ungs fólks í Evrópu, núvitundarnámskeið hjá Endurmenntun HÍ  og mörg önnur námskeið sem tengjast mannlegum samskiptum.

Jenný starfar sem sviðsstjóri fjölskyldusviðs Húnaþings vestra þar sem hún heldur utan um félagsþjónustu, fræðslumál og barnavernd og sinnir þar viðtölum við einstaklinga, pör og fjölskyldur á öllum aldri sem og samskipti á milli krakka á mið-og unglingastigi.

Áður starfaði hún sem verkefnastjóri hjá MSS og sem ráðgjafi hjá Samvinnu starfsendurhæfingu, þar sem hún m.a. sinnti einstaklings ráðgjöf, hópastarfi og kennslu. Jenný hefur mikla reynslu af að vinna með einstaklingum sem glíma við  geðrænan vanda eða annarskonar fötlun og fjölskyldum þeirra.

Á Sálfræðistofu Suðurnesja sinnir Jenný  einstaklingum, pörum og fjölskyldum sem eru að glíma við ýmis konar vanda eins og kvíða, félagsfælni, lágu sjálfsmati og samskiptaerfiðleikum innan fjölskyldu eða innan vinahópsins og fleira. Helstu aðferðir eru lausnamiðuð nálgun, fjölskyldusaga, tengslamyndanir og fl.

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Panta tíma hjá Jenný