Sálfræðistofa Suðurnesja býður upp á meðferð og greiningu barna og fullorðinna.
Fyrir hvern?
Ástæður þess að einstaklingar leita til sálfræðings eru eins mismunandi eins og við erum mörg. Það að leita sér aðstoðar og biðja um aðstoð getur oft á tíðum reynst erfitt og er stórt skref en einnig það mikilvægasta sem fólk tekur í átt að úrvinnslu og að draga úr vanalíðan. Við hvetjum þig til að skoða þá sálfræðinga sem eru í boði og þú getur sent fyrirspurn þann sem þú telur að henti þér best út frá þeim lýsingum sem er að finna um hann. Engum er synjað um þjónustu en það getur verið mislöng bið eftir sálfræðingum. Einnig er hægt að fara í bóka tíma og velja þann fyrsta sem er laus og sálfræðingur hefur samband við þig eins fljótt og auðið er. Athugið að ekki er þörf á tilvísun frá lækni auk þess sem við hvetjum þig til að kynna þér rétt sinn til niðurgreiðslu á tímum hjá þínu stéttarfélagi.

Fullorðnir
Boðið er upp á sálfræðimeðferð fyrir fullorðna ásamt ADHD greiningum. Viðtalsmeðferð getur hjálpað fólki að takast á við áskoranir í lífinu, dregið úr vanlíðan og bætt sjálfsmat. Í upphafi meðferðar er líðan metin og meðferðarnálgun ákveðin. Ýmsar tegundir meðferða...
Lesa meira
Börn og unglingar
Greining getur verið af ýmsum toga og þarf að meðhöndla það út frá þeim vanda sem greiningin er ætlað að svara. Greiningar eru gerðar í nánu samstarfi við foreldra barns auk þess sem það tekur þátt í ferlinu eftir þörfum. Greining felur í sér upplýsingaöflun, svörun skimunarlista,...
Lesa meiraFræðsla
Meðferðaraðilarnir okkar

Sigurður Þ. Þorsteinsson
Sálfræðingur / MeðeigandiSigurður sinnir jafnt börnum, unglingum sem og fullorðnum,


Hulda Sævarsdóttir
Sálfræðingur / MeðeigandiHulda sinnir fullorðnum auk þess að halda námskeið og erindi.



Jenný Þórkatla Magnúsdóttir
Fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafiJenný sinnir einstaklingum, pörum og fjölskyldum sem eru að glíma við ýmis konar vanda.


Berglind Steinadóttir
FjármálaráðgjafiBerglind sinnir fjármálaráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna.
