Hugrún lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1993 og kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum árið 2000.

Hún er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga.

Hugrún hefur starfað sem sálfræðingur við ýmsa grunnskóla. Hún hóf starfsferil sinn á Þjónustumiðstöð Grafarvogs, Miðgarði og starfaði þar frá 2000-2004. Starfaði síðan sem sálfræðingur við nokkra grunnskóla í Kópavogi og víðar tímabilið 2007-2017. Hugrún starfaði sem sálfræðingur á Heilsustofnun Hveragerðis (NFLÍ) sumarið 2019.

Hugrún hefur einnig starfað sem blaðamaður og leiðsögumaður.

Hugrún hefur sótt handleiðslu vegna starfa sinna sem sálfræðingur og einnig sótt ýmis námskeið og ráðstefnur. Má þar nefna námskeið um kvíða fyrir börn og unglinga og námskeið um depurð og áfallastreitu hjá fullorðnum.

Hugrún hóf sérnám í Hugrænni atferlismeðferð fyrir sálfræðinga og geðlækna við Háskóla Íslands haustið 2019.

Hugrún hóf störf á Sálfræðistofu Suðurnesja í mars 2018. Hún hefur meðal annars reynslu af vinnu með kvíða, depurð og lágt sjálfsmat, bæði hjá fullorðnum og börnum/ungmennum.

Hugrún Sigurjónsdóttir

Panta tíma hjá Hugrúnu