Hafdís hefur verið starfandi á Sálfræðistofu Suðurnesja frá opnun árið 2015.

Hafdís lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum 2006. Hafdís hefur einnig lokið tveggja ára framhaldsnámi í Hugrænni atferlismeðferð. Hún er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands sem og Félagi sjálfsstætt starfandi sálfræðinga.

Hafdís hefur starfað sem sálfræðingur við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar frá 2006-2011 auk þess sem hún hefur verið sjálfstætt starfandi sálfræðingur frá árinu 2006.

Hún var í stjórn Félags skólasálfræðinga á Íslandi 2007-2011, lengst af sem gjaldkeri en einnig sem formaður. Hún kom einnig að þýðingu og útgáfu bókarinnar „Bætt hugsun – betri líðan“ sem kom út árið 2011 þar sem farið er yfir hvernig nota má Hugræna atferlismeðferð fyrir börn og ungmenni.

Hafdís sinnir að mestu fullorðnum í starfi sínum hjá Sálfræðistofu Suðurnesja. Áherslur í starfi eru meðferð við þunglyndi, kvíða, lágu sjálfsmati, félagsvanda, streitu og verkjum.

Panta tíma hjá Hafdísi