Elín hóf störf hjá Sálfræðistofu Suðurnesja haustið 2020.

Hún lauk BSc prófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015 og MSc prófi í klínískri sálfræði frá sama skóla árið 2019. Hún er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og EMDR félaginu.

Elín starfaði sem sálfræðingur hjá Velferðarsviði Reykjanesbæjar á árunum 2019-2020 og sinnti þar sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni ásamt ráðgjöf til foreldra. Að auki sinnti hún námskeiðshaldi í samstarfi við Fræðslusvið Reykjanesbæjar.

Hjá Sálfræðistofu Suðurnesja sinnir Elín bæði börnum, ungmennum og ungu fólki. Hún vinnur með kvíða, félagsfælni, þunglyndi, lágt sjálfsmat og áföll.

Þá sinnir hún einnig frumgreiningu barna 6-18 ára (ADHD, einhverfa, vitsmunaþroskafrávik).

Helstu aðferðir eru hugræn atferlismeðferð og EMDR.

Elín Guðmundsdóttir

Panta tíma hjá Elínu